Hafið

2013Vindafl

Hafið hentar vel til verkefnisins af ýmsum ástæðum. Náttúruleg vindgöng liggja um svæðið og þar er vindhraði í 55 metra hæð frá jörðu að jafnaði 10-12 metrar á sekúndu. Svæðið er fjarri byggð en skammt frá nauðsynlegum innviðum, línum og vegum.

Hafið

Mun rokið okkar loksins gera gagn?

Norðan við Búrfell er hraunslétta sem kölluð er Hafið. Þar höfum við reist tvær vindmyllur í rannsóknarskyni sem voru gangsettar í febrúar 2013. Reksturinn hefur gengið vel og ljóst að staðsetningin er óvenjuhagstæð fyrir raforkuvinnslu úr vindorku.

Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kílóvött og samanlögð raforkuframleiðsla þeirra er áætluð um 6,7 gígavattstundir á ári. Turninn er 55 metra hár og hver spaði 22 metrar á lengd. Þegar spaðarnir eru í efstu stöðu er heildarhæð vindmyllunnar 77 metrar.

Á Íslandi er vindstyrkur mestur að vetri þegar lítið vatn rennur í miðlunarlón Landsvirkjunar. Þannig fer vinnsla raforku úr vindi og vatnsafli einkar vel saman.

Helstu mælingar og stærðir Hafsins

  • Uppsett afl

    0MW
  • Orkuvinnslugeta

    0GWh /ár
  • Hæð

    0m