Þeistareykir

2017Jarðgufustöð

Svæðið býður upp á mikla möguleika til orkuvinnslu

Orka úr iðrum jarðar

Þeistareykjastöð var fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisti frá grunni. Stöðin var gangsett 17. nóvember árið 2017, þegar fyrri 45 megavatta vélasamstæðan var ræst, en 18. apríl árið eftir var sú seinni sett í gang. Við byggingu stöðvarinnar var meginmarkmiðið að reisa hagkvæma og áreiðanlega stöð sem tekur mið af umhverfi sínu og náttúru.

Jarðhitasvæðið við Þeistareyki býður upp á mikla möguleika til jarðvarmavinnslu, en áætluð orkuvinnslugeta svæðisins er um 200 MW. Heimafólk á svæðinu átti frumkvæði að nýtingu jarðhitaauðlindar Þeistareykjasvæðisins, en saga félagsins Þeistareykja nær allt til ársins 1999. Landsvirkjun eignaðist rúm 30% í fyrirtækinu árið 2005 og allt félagið fimm árum seinna.

Helstu mælingar og stærðir Þeistareykja­stöðvar

 • Uppsett afl

  0MW
 • Gufuhverflar

  0MW
 • Orkuvinnslugeta

  0GWh /ár
 • Gangsetning á vél 1

  0
 • Gangsetning á vél 2

  0