Sultartangastöð

1999Vatnsaflsstöð

Nýtir rennsli Tungnaár og Þjórsár en árnar sameinast í Sultartangalóni

Sultartanga­stífla er lengsta stífla á Íslandi, 6,1 km að lengd

Sultartangastöð er 15 kílómetrum norðaustan við Búrfellsstöð, byggð í lok síðustu aldar og tekin í notkun árið 1999. Hún nýtir vatn Tungnaár sem hefur áður knúið vélar Hrauneyjafoss- og Sigöldustöðva á leið sinni ofan af hálendinu. Þá nýtir hún einnig rennsli Þjórsár, en árnar tvær sameinast í Sultartangalóni fyrir ofan stöðina. Af þessum sökum er hún ekki eins háð sveiflum í vatnsbúskap og margar aðrar stöðvar og líkist Búrfellsstöð að því leyti.

Sultartangastífla er lengsta stífla á Íslandi, 6,1 kílómetri að lengd. Rúmlega þriggja kílómetra löng aðrennslisgöng liggja úr lóninu í gegnum Sandafell að inntaki suðvestan í fellinu. Þaðan liggja tvær stálpípur að hverflum í stöðvarhúsinu. Rúmlega sjö kílómetra frárennslisskurður liggur frá stöðvarhúsinu, langleiðina að veitustíflu Búrfellsstöðvar og út í farveg Þjórsár.

Helstu mælingar og stærðir Sultartanga­stöðvar

 • Uppsett afl

  0MW
 • Francis hverflar

  0MW
 • Orkuvinnslugeta

  0GWh /ár
 • Heildarfallhæð

  0m
 • Gangsetning

  0
 • Hámarksrennsli

  0m3/sek