Vatnsfellsstöð

2001Vatnsaflsstöð

Nýtir fallið í veituskurðinum á milli Þórislóns og Krókslóns sem er uppistöðulón Sigöldustöðvar.

Ekkert uppistöðulón er ofan stöðvarinnar sem gerir þennan kost sérlega umhverfisvænan

Vatnsfellsstöð nýtir fallið í veituskurðinum á milli Þórislóns og Krókslóns sem er uppistöðulón Sigöldustöðvar. Stöðin er í rekstri þegar vatni er miðlað úr Þórisvatni yfir í Krókslón. Hún er í fullum rekstri yfir vetrarmánuðina þegar þörf er á miðlun vatns úr Þórisvatni. Þetta gerir það að verkum að ekki er þörf á sérstöku uppistöðulóni ofan stöðvarinnar og gerir það virkjunarkostinn umhverfisvænni en ella.

Framkvæmdir við stöðina hófust sumarið 1999, en fyrri vél hennar var gangsett í nóvember 2001. Afl stöðvarinnar er 90 megavött og nýtir hún 65 metra fallhæð.

Helstu mælingar og stærðir Vatnsfellsstöðvar

  • Uppsett afl

    0MW
  • Francis hverflar

    0MW
  • Orkuvinnslugeta

    0GWh /ár
  • Heildarfallhæð

    0m
  • Gangsetning

    0
  • Hámarksrennsli

    0m3/sek