ESA hefur rannsókn
Landsvirkjun barst erindi frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í júní 2024 þar sem óskað var eftir gögnum og upplýsingum um hugsanlega raforkusölu Landsvirkjunar til nýrra viðskiptavina. Þeirri fyrirspurn var svarað í ágúst sama ár.
ESA hefur í dag ákveðið að hefja formlega rannsókn á því hvort Landsvirkjun hafi brotið gegn samkeppnisreglum EES með því að neita að afhenda raforku til fyrirtækja sem leitast eftir því að framleiða vetni og/eða rafeldsneyti á Íslandi.
Ákvörðun ESA felur í sér upphaf ítarlegrar rannsóknar, en ekki niðurstöðu um samkeppnishamlandi háttsemi viðkomandi fyrirtækis. Þá gefur ákvörðunin enga vísbendingu um endanlega niðurstöðu rannsóknarinnar né felst í henni nokkurs konar afstaða um tilvist brots á samkeppnislögum.