Losun vegna orkuvinnslu dregst saman
Losun vegna orkuvinnslu á orkueiningu fyrri hluta ársins nam 2,8 grömmum koldíoxíðígilda á hverja unna kílóvattstund á fyrri helmingi ársins og dróst saman um 7% frá árinu áður. Samdráttinn má rekja til þess að losun frá jarðvarmastöðvum minnkaði um 14% milli ára vegna minni vinnslu í Kröflustöð, en losun frá jarðvarmavinnslu er stærsti einstaki liðurinn í losun okkar. Losun frá lónum jókst um 42% frá fyrra ári, en hún er háð veðurfari og ræðst af fjölda þeirra daga sem lón eru ísilögð.