Geir Arnar ráðinn forstöðumaður lögfræðimála

22.11.2021Fyrirtækið

Geir Arnar Marelsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðimála hjá Landsvirkjun. Hann hefur starfað sem lögfræðingur hjá Landsvirkjun frá árinu 2009 og öðlast mikla þekkingu og reynslu af starfsemi fyrirtækisins.

Geir Arnar er 46 ára gamall. Hann útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2001, en hluta af náminu stundaði hann í Háskólanum í Árósum. Hann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2003. Áður en hann hóf störf hjá Landsvirkjun starfaði hann m.a. sem lögfræðingur og skrifstofustjóri á framkvæmda- og umhverfissviði Kópavogsbæjar.

Geir Arnar er kvæntur Valdísi Garðarsdóttur, hjúkrunarfræðingi og deildarstjóra og eiga þau þrjú börn saman.