Goslokahátíð í Kröflu

11.09.2024Samfélag

Goslokahátíð Kröflu er ný menningarhátíð í Mývatnssveit sem verður haldin dagana 19.-22. september 2024.

Ný menningarhátíð í Mývatnssveit

Sjá Facebook-síðu Goslokahátíðar Kröflu

Goslokahátíð Kröflu er ný menningarhátíð í Mývatnssveit sem verður haldin dagana 19.-22. september 2024. Tilgangurinn með hátíðahöldum er að fagna og minnast fjörutíu ára gosloka Kröfluelda, en þau urðu þann 18. september 1984 eftir mikil umbrot og tíð eldgos á svæðinu frá desember 1975.

Skipuleggjendur hafa sett upp metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst fjölskyldufólk.

Landsvirkjun styður við hátíðina

Sjá viðburð á Facebook

Landsvirkjun er einn helsti styrktaraðili goslokahátíðarinnar, en auk þess standa eftirfarandi aðilar þétt á bakvið viðburðinn:

  • Jarðböðin við Mývatn
  • Sparisjóður Suður Þingeyinga
  • Húsheild / Hyrna
  • Berjaya Iceland Hotel Mývatn
  • Mýflug Air
  • Vogafjós Farm Resort
  • Vatnajökulsþjóðgarður og Umhverfisstofnun