Miklar vonir nú um nýtingu Búrfellslundar

02.02.2021Umhverfi

Búrfellslundur hefur verið endurhannaður og sjónræn truflun af vindmyllum þar minnkuð mjög mikið.

Búrfellslundur hefur verið endurhannaður og sjónræn truflun af vindmyllum þar minnkuð mjög mikið, eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.

Áætlað er að reisa þar allt að 30 vindmyllur, í stað 67 áður. Vindmyllurnar verða um 150 m háar, þ.e. samanlögð hæð masturs og spaða í hæstu stöðu. Fjallað var um málið á vef Fréttablaðsins.