Ný markmið orkuskiptaáætlunar

09.11.2021Fyrirtækið

Við höfum sett okkur ný markmið orkuskiptaáætlunar. Markmiðin varða leið okkar að jarðefnaeldsneytislausri starfsemi, en við ætlum að hætta að kaupa jarðefnaeldsneyti árið 2030.

Árið 2025 ætlum við að vera búin að draga úr jarðefnaeldsneytisnotkun um 65%, miðað við árið 2008.

Markmið til 2025:

Bílar

  • Frá og með 2022 verði aðeins keyptir notaðir fólksbílar ef ekki er hægt að kaupa hreinorkubíl
  • Frá og með 2023 verði aðeins keyptir notaðir pallbílar ef ekki er hægt að kaupa hreinorkubíl
  • Fyrir lok árs 2023 verði komnar upp hraðhleðslustöðvar á öllum orkuvinnslusvæðum
  • Eftir árið 2024 ganga allir bílaleigubílar til milliferða á 100% hreinorku
  • Fyrir lok árs 2025 verði markmið Grænna skrefa um 75% hlutfall fólksbíla á hreinorku náð
    Tæki
  • Við útskiptingu vinnutækja skal hreinorka vera okkar fyrsti kostur

Rafstöðvar

  • Árið 2025 liggi fyrir greining á möguleikum til orkuskipta fyrir rafstöð við Sauðafellslón og litlar rafstöðvar sem notaðar eru í varafl og mælingar

Endurskoðun markmiða var unnin í sumar og tók breiður hópur fólks innan fyrirtækisins þátt í vinnunni.