Konur í orkumálum
Hlutverk KÍO er að efla þátt kvenna í orkumálum, styrkja tengsl þeirra og auka áhrif innan orku- og veitugeirans.
Félagið er opið öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika í atvinnugreininni og sýna það í verki.
Ásgerður Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsvirkjun og Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri RARIK voru endurkjörnar í stjórn til næstu tveggja ára.
Fjórir nýir meðstjórnendur voru kjörnir, þær Ása Björk Jónsdóttir, leiðtogi hjá Orkuveitunni, Marta Rós Karlsdóttir, framkvæmdastýra Baseload Power á Íslandi, Rauan Meirbekova, verkefnastjóri hjá Tæknisetri og Valdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá HS Orku.
Í varastjórn voru kjörnar þær Elísabet Ýr Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá RARIK, Heiða Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri og Helga Kristín Jóhannsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Orku náttúrunnar.