Sveinbjörn leiðir nýja deild hjá Landsvirkjun

08.06.2023Fyrirtækið

Sveinbjörn Finnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar deildar Verkefnaþróunar hjá Landsvirkjun á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar.

Sveinbjörn Finnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar deildar Verkefnaþróunar hjá Landsvirkjun á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Deildin leiðir þróun verkefna í tengslum við endurnýjanlega raforkuvinnslu erlendis og rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi. Í starfsemi deildarinnar felast tækifæri fyrir Landsvirkjun til að vaxa á nýjum sviðum og taka virkan þátt í orkuskiptum á Íslandi og erlendis.

Sveinbjörn hóf störf hjá Landsvirkjun árið 2015 sem sérfræðingur í viðskiptagreiningu og hefur síðustu tvö ár starfað sem viðskiptaþróunarstjóri. Hann hefur unnið að þróun viðskiptatækifæra, leitt samningaviðræður við nýja viðskiptavini og stýrt verkefnaþróun. Sveinbjörn er með M.Sc. gráðu í orkuverkfræði frá ETH í Zürich og alþjóðlega IPMA vottun í verkefnastjórnun.

Vegna loftslagsbreytinga leitar heimurinn allra leiða til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega orku og það kallar á verkefni á borð við þau sem Sveinbjörn og hans fólk mun leiða. Á Íslandi er Landsvirkjun ásamt samstarfsaðilum þegar að þróa verkefni sem snúa að framleiðslu vetnis og metanóls fyrir orkuskiptin. Erlendis tekur fyrirtækið sömuleiðis virkan þátt, þróar og fjárfestir í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu með samstarfsaðilum og er þar sérstök áhersla lögð á sjálfbæra framþróun norðurslóða.

Skráning á póstlista

Skráðu þig á póstlista Landsvirkjunar. Við sendum reglulega út tölvupósta um viðburði og orkumál auk nýjustu frétta af fyrirtækinu.

Aðrar fréttir