Viltu aðstoð frá góðum granna?

13.03.2023Samfélag

Margar hendur vinna létt verk

Senda inn umsókn

Landsvirkjun vill vera góður granni og hefur því um margra ára skeið starfrækt öfluga sumarvinnuflokka ungs fólks.

Sumarið 2023 munu starfshópar frá okkur sinna fjölbreyttum verkefnum í nágrenni við aflstöðvar okkar.

Nágrannar aflstöðva Landsvirkjunar geta sótt um vinnuframlag og verkstjórn hjá Margar hendur vinna létt verk - meðal annars vegna verkefna sem lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og umhverfisbótum ásamt öðrum samfélagsverkefnum.

Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl 2023.

Hér má nálgast allar nánari upplýsingar um verkefnið.