Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Við rekstur aflstöðva og undirbúning nýrra virkjana er að mörgu að hyggja. Við hjá Landsvirkjun leggjum okkur fram við að vanda til verka í allri starfsemi okkar. Á það ekki síst við um hönnun mannvirkja, samráð við hagaðila og útfærslu mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum á náttúru og samfélag.
Undirbúningur Hvammsvirkjunar er engin undantekning og niðurstöður kærumála sýna það skýrt. Engar ábendingar hafa þar komið fram sem hafa leitt til þess að breyta þurfi hönnun eða mótvægisaðgerðum, enda hafa þær aðgerðir þá verið lagðar fram til samráðs margoft í þeim fjölmörgu skipulags- og leyfisferlum sem eiga við um virkjunina. Þeir ágallar sem hefur þurft að bæta snúa allir að samráði milli stofnana og orðalagi við lagasetningu. Allt er það utan verk- og áhrifasviðs Landsvirkjunar.