Ársskýrslan 2019 er komin út

02.03.2020Fjármál

Ársskýrsluna er að finna á slóðinni arsskyrsla2019.landsvirkjun.is.

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2019 er komin út, á slóðinni arsskyrsla2019.landsvirkjun.is. Við leitumst með útgáfunni við að auka aðgengi almennings að árlegu uppgjöri fyrirtækisins og stuðla að virkri upplýsingagjöf um starfsemi þess.

Á meðal efnis skýrslunnar þetta árið:

  • Ársuppgjör
  • „Með hverri nýrri kynslóð sem svo tekur hér til starfa fleygir þessari þekkingu fram og svigrúm til framfara eykst.“ – Ávarp Harðar Arnarsonar forstjóra
  • Ávarp Jónasar Þórs Guðmundssonar stjórnarformanns
  • Starf okkar í jafnréttismálum er ekki átak, heldur vegferð sem við erum öll þátttakendur í. – Sagt frá starfi í jafnréttismálum
  • Með því að fyrirbyggja losun, draga úr þeirri losun sem ekki er hægt að fyrirbyggja og binda á móti rest verður kolefnissporið okkar núll árið 2025. – Aðgerðaáætlun um kolefnishlutleysi
  • Með því að líta á losun sem kostnað sköpum við hvata til að setja í forgang umhverfisvænni lausnir í fjárfestingum og ákvörðunum í rekstri. – Landsvirkjun tekur upp innra kolefnisverð
  • Kortlagning kolefnissporsins nýtist við að ná settum losunarmarkmiðum. – Loftslagsbókhald
  • Sala Landsvirkjunar til gagnaversviðskiptavina jókst um 50% á milli áranna 2018 og 2019. – Ný viðskiptatækifæri
  • Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum í 18 aflstöðvum og tveim vindmyllum víðs vegar um landið. – Orkuvinnsla
  • Þeistareykjavirkjun hlaut árið 2019 gullverðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). – Opin samskipti