Viðskipti

Sérsniðnar orkulausnir

Alþjóðavæðing færði orkufrekan iðnað til Íslands og öflug alþjóðleg framleiðslufyrirtæki byggðu hér upp starfsemi sem í dag skapar viðskiptavinum sem og Landsvirkjun traustan tekjugrunn. Orkueftirspurn alþjóðlegra fyrirtækja er vaxandi og fjölbreytt og Landsvirkjun svarar þeirri þróun með samkeppnishæfum orkusamningum sem uppfylla þarfir núverandi og nýrra viðskiptavina. Markmiðið er að skapa verðmæti með sjálfbærum hætti í samvinnu við viðskiptavini.

Viðskiptavinir

  •  35% Alcoa
  •  24% Rio Tinto Alcan
  •  12% Norðurál
  •  7% Elkem
  •  4% Becromal
  •  15% Almennur markaður
  •  1%Verne Holdings
  •  1%USI
  •  >1%Advania

Sjá viðskiptavini

Samkeppnisforskot

Upprunaábyrgðir

Aðild Íslands að hinum sameiginlega innri markaði fyrir raforku í Evrópu skapar Landsvirkjun ýmis tækifæri og hefur fyrirtækið frá árinu 2012 selt grænar upprunaábyrgðir á frjálsum markaði.

Nánar