Kröflustöð

1977Jarðgufustöð

Kröflustöð var gangsett 21. febrúar 1978 og er á Norðausturlandi, í nágrenni við Mývatn.

Blanda af há- og lágþrýstingsgufu

Kröflustöð er jarðvarmastöð sem nýtir blöndu af há- og lágþrýstigufu til að knýja tvo 30 megavatta hverfla. Uppsett afl stöðvarinnar er því 60 megavött og getur hún unnið 500 gígavattstundir af rafmagni á ári.

Íslenska ríkið reisti Kröflustöð og hófust framkvæmdir árið 1974 með tilraunaborunum. Borun á vinnsluholum og bygging stöðvarhúss hófust sumarið 1975. Sama ár hófust miklar jarðhræringar á svæðinu og enduðu þær með eldgosi í desembermánuði, en það var upphaf eldgosahrinu sem stóð allt til ársins 1984. Saga Kröflustöðvar er því samofin sögu Kröfluelda sem höfðu mikil áhrif á upphafsárum stöðvarinnar. Fyrri vélasamstæða stöðvarinnar var gangsett í ágúst 1977, en vegna gufuskorts hófst vinnsla rafmagns ekki fyrr en í febrúar 1978.

Árið 1996 hófst uppsetning seinni vélasamstæðu stöðvarinnar og náði hún fullum afköstum árið 1999. Síðan þá hefur Kröflustöð starfað með tveimur vélasamstæðum og 60 megavatta uppsettu afli.

Helstu stærðir

  • Uppsett afl

    0MW
  • Francis hverflar

    0MW
  • Orkuvinnslugeta

    0GWh /ár

Vagga jarðvarma á Íslandi

Kröflustöð