Aðalfundur staðfestir 20 milljarða arð

26.04.2023Fyrirtækið

Skipað í stjórn

Sjá stjórn Landsvirkjunar

Á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag 26. apríl skipaði fjármála- og efnahagsráðherra í stjórn fyrirtækisins, í samræmi við lög sem um það gilda.

Engar breytingar voru gerðar á stjórn eða varastjórn. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Gunnar Tryggvason, Jón Björn Hákonarson og Soffía Björk Guðmundsdóttir.

Vara­menn í stjórn Lands­virkj­un­ar eru Jens Garðar Helgason, Ragnar Óskarsson, Guðveig Eyglóardóttir, Jón Bragi Gunnlaugsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

Jónas áfram stjórnarformaður

Lesa ársskýrslu og ársreikning 2022

Aðal­fund­ur­inn staðfesti skýrslu frá­far­andi stjórn­ar og sam­stæðureikn­ing fyr­ir liðið reikn­ings­ár. Á aðal­fund­in­um var jafn­framt samþykkt til­laga stjórn­ar um arðgreiðslu til eig­enda að fjár­hæð 20 millj­arðar króna fyr­ir árið 2022.

Deloitte ehf. var kosið end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæki Lands­virkj­un­ar.

Á fyrsta fundi stjórn­ar eft­ir aðal­fund var Jón­as Þór Guðmunds­son endurkjör­inn formaður stjórn­ar og Jón Björn Hákonarson endurkjörinn vara­formaður.