Grunnur grænna samfélags

Góður árangur í fjármálum og loftslagsmálum
Afkoma Landsvirkjunar árið 2022 var betri en nokkru sinni fyrr. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði var 44,9 milljarðar og meðalverð til stórnotenda hefur aldrei verið hærra. Rekstur aflstöðva gekk vel á árinu, þrátt fyrir krefjandi aðstæður í vatnsbúskap fyrirtækisins.
Í loftslagsbókhaldinu, sem er hluti af ársskýrslunni, kemur fram að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu var 3,5 gCO2-ígildi á kílóvattstund á árinu og lækkaði um 2% milli ára. Því má segja að reksturinn hafi gengið vel á árinu, hvort sem litið er til fjárhagslegrar afkomu eða árangurs í loftslagsmálum.
Allt þetta og miklu meira kemur fram í ársskýrslunni okkar. Hún er gefin út í samræmi við sjálfbærnistaðalinn GRI, e. „Global Reporting Initiative (Core Option)“. Hún er því um leið sjálfbærniskýrsla, enda er sjálfbærni kjarni í rekstri fyrirtækisins.

Lykiltölur
Raforkuvinnsla
0TWst4%Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði
$0m72%Forðuð losun vegna raforkuvinnslu
0m. tonn16%CO2 -íg
Kolefnisspor á orkueiningu
0g2%CO2-íg/kWst
Rekstrartekjur
$0m25%Heildarlosun á orkueiningu
0g2%CO2-íg/kWst
Ávörp forstjóra og stjórnarformanns
Uppskera eins og sáð var til
Í orkumálum dugir skammt að huga eingöngu að líðandi stundu. Hugsa þarf langt fram í tímann og gera ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til framtíðar. Fullyrða má að hagsmunir sérhverrar þjóðar krefjist slíkrar forsjálni. Í rekstri Landsvirkjunar hefur frá upphafi verið leitast við að sýna fyrirhyggju og hámarka um leið verðmæti endurnýjanlegu orkunnar okkar eftir því sem unnt hefur verið.


Framtíðina vantar afl og orku
Árið 2022 var eftirminnilegt í starfsemi Landsvirkjunar. Mikið reyndi á starfsfólk fyrirtækisins vegna tíðra óveðra og dræms innrennslis til lóna og á það þakkir skildar fyrir ósérhlífni og fagleg vinnubrögð við erfiðar aðstæður. Um leið var rekstrarafkoman betri en nokkru sinni fyrr, m.a. vegna endursamninga við stærstu viðskiptavini á síðustu árum, sem einnig má þakka mikilvægu framlagi starfsfólks.


Lykiltölur
Heildareignir
$0m13%Kolefnisspor
0þ. tonn2%CO2-íg
Nettó skuldir
$0m44%Eigið fé
$0m3%Efnahagslegt framlag
$0m8%Fjöldi starfsfólks
07%
Helstu fréttir ársins

Ríkið kaupir hlut Landsvirkjunar í Landsneti
Samningar náðust um kaup ríkisins á 64,73% eignarhlut Landsvirkjunar í Landsneti hf.

Landsvirkjun og Landeldi gera raforkusamning
Landsvirkjun og Landeldi hf. sömdu um sölu og kaup á allt að 20 MW raforku til nýrrar laxeldisstöðvar.

Landsvirkjun fær hæstu einkunn í loftslagsmálum
Landsvirkjun fékk hæstu einkunn í loftslagsmálum hjá alþjóðlegu samtökunum CDP.

Vatnsaflsstöð í Georgíu vígð
Vatnsaflsstöðin Akhalkalaki í Georgíu, sem Landsvirkjun á hlut í og tók þátt í að reisa, var vígð 5. nóvember.

Sótt um virkjunarleyfi vegna Búrfellslundar
Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfi til Orkustofnunar vegna fyrirhugaðs Búrfellslundar. Uppsett afl lundarins er 120 MW.

Nýr upplýsingavefur um orkuskipti
Landsvirkjun, Samtök iðnaðarins, Samorka og Efla opnuðu nýjan upplýsingavef um orkuskipti.

Landsvirkjun fær viðurkenningu Jafnvægisvogar
Landsvirkjun fékk í fyrsta sinn viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, sem Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) veitir.

Landsvirkjun og Eimskip vinna saman að orkuskiptum
Landsvirkjun og Eimskip undirrituðu viljayfirlýsingu sem snýr að orkuskiptum í skipa- og landflutningaflota Eimskips.

Fyrsta farþegaflug rafmagnsflugvélar á Íslandi
Tímamót urðu í flugsögu Íslands við fyrsta farþegaflug rafmagnsvélar. Landsvirkjun er einn af bakhjörlum verkefnisins.

Koldís gegn losun koldíoxíðs
Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar.

Aðalfundur staðfestir 15 milljarða arð
Á aðalfundi Landsvirkjunar var samþykkt arðgreiðsla til eigenda að fjárhæð 15 milljarðar króna fyrir árið 2021.

Í fararbroddi í loftslagsmálum
Landsvirkjun var í 81. sæti á lista Financial Times yfir evrópsk fyrirtæki sem hafa lækkað losun á framleiðslueiningu hvað mest árin 2015-2020.

Breyta útblæstri í grænt metanól til orkuskipta á sjó
Landsvirkjun og PCC SE munu rannsaka möguleika á að fanga og nýta útblástur frá kísilmálmsverksmiðju PCC til framleiðslu á grænu metanóli.

Styrkir til rannsókna á náttúru, orku og umhverfi
Úthlutað var úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar í fimmtánda sinn. Alls voru veittar 59 milljónir í 35 fjölbreytta verkefnastyrki.

Samstarf um orkuskipti í flugi
Landsvirkjun og Icelandair tóku höndum saman við stöðumat og undirbúning verkefnis um orkuskipti í flugi.