Frisbígolf við Ljósafoss

20.06.2024Samfélag

Landsvirkjun opnar nýjan frisbígolfvöll hjá Ljósafossstöð við Sogið fimmtudaginn 27. júní.

Frisbígolf við Ljósafoss

Okkur hjá Landsvirkjun er það mikið hjartans mál að vera í góðu samtali og samstarfi við nærsamfélagið. Eitt af því sem við gerum er að nýta svæðin umhverfis aflsstöðvarnar okkar, þar sem hægt er, í þágu samfélagsins. Í vetur kviknaði sú skemmtilega hugmynd að opna frisbígolfvöll við Ljósafossstöð!

Við opnum nýja frisbígolfvöllinn hjá Ljósafossstöð, Ljósafossvöll, fimmtudaginn 27. júní.

Völlurinn tekur við af golfvelli sem var á sama svæði. Völlurinn verður vel útbúinn með 18 brautum.

Nær allar brautirnar bjóða upp á tvo upphafsteiga sem gerir völlinn sérstaklega aðgengilegan fyrir fjölbreyttan hóp iðkenda. Auk 18 brauta vallarins er á svæðinu 9 brauta púttvöllur sem hefur fengið nafnið Ljósálfur.

Frisbígolf er ört vaxandi íþrótt á Íslandi en Ljósafossvöllur verður hundraðasti frisbígolfvöllur landsins.

Bekkur er við alla lengri upphafsteiga og gestum er velkomið að nota völlinn til gönguferða þó að þau séu ekki að spila frisbígolf.

Við hvetjum öll til að koma og nýta völlinn!

Ekki gleyma Orkusýningunni

Ekki þarf að panta og aðgangur er ókeypis. Lagt er við Ljósafossstöð þar sem næg bílastæði eru.

Þar má einnig finna Orkusýningu Landsvirkjunar sem er opin alla daga yfir sumarið frá 10-17.