Gufustöðin

1969Jarðgufustöð

Gufustöðin var gangsett 5. mars 1969 og er í Bjarnarflagi í Mývatnssveit.

Með fyrstu gufustöðvum í heimi

Gufustöðin í Bjarnarflagi í Mývatnssveit er elsta jarðvarmastöð landsins og á meðal þeirra fyrstu í heimi. Laxárvirkjun lét byggja stöðina sem var gangsett árið 1969. Landsvirkjun eignaðist Gufustöðina við sameiningu fyrirtækjanna árið 1983. Afl stöðvarinnar nú er fimm megavött og orkuvinnslugetan 42 gígavattstundir á ári. Stöðin nýtir gufu jarðhitasvæðisins við Námafjall.

Vélbúnaður Gufustöðvarinnar var endurnýjaður árið 2019 og var þá gamli hverfillinn fjarlægður eftir áratuga rekstur, en hann hafði upphaflega verið tekinn í notkun í sykurverksmiðju í Bretlandi árið 1934.

Fjölnýting

Jarðhitinn í Bjarnarflagi er ekki aðeins nýttur til rafmagnsframleiðslu, heldur eru mörg dæmi um fjölnýtingu hans í nágrenninu. Dæmi um starfsemi sem nýtir jarðvarmann með fjölbreyttum hætti eru Jarðböðin við Mývatn, Léttsteypan, Mýsköpun og Hitaveitan í Mývatnssveit, auk þess sem jarðvarminn hefur verið nýttur til brauðbaksturs um langan tíma.

Helstu stærðir

  • Uppsett afl

    0MW
  • Gufuhverfill

    0MW
  • Orkuvinnslugeta

    0GWst/ár
  • Endurnýjun búnaðar

    0

Stækkun Bjarnarflags

Bjarnarflagsvirkjun

Við höfum um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar. Gamla gufustöðin í Bjarnarflagi hefur verið í rekstri frá árinu 1969, eða í yfir 50 ár og er í Bjarnarflagi ein elsta nýtingarsaga háhitasvæðis á Íslandi.