Kynningarfundir vegna framkvæmda
Landsvirkjun heldur kynningarfundi fyrir íbúa í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi dagana 19. og 20. nóvember nk.
Þar fara fulltrúar Landsvirkjunar og Vegagerðarinnar yfir helstu framkvæmdir í sveitarfélögunum á næstunni.
Raforkuöryggi, fyrir hverja?
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 kl. 9 stendur Viðskiptagreining Landsvirkjunar fyrir opnum raforkuöryggisfundi í Grósku.
Góð afkoma þrátt fyrir áskoranir í rekstri
Árshlutareikningur Landsvirkjunar fyrir janúar til september 2024 hefur verið birtur.
Rekstur fyrirtækisins gengur áfram vel í sögulegum samanburði. Hagnaður af grunnrekstri á þriðja ársfjórðungi nam 65 milljónum bandaríkjadala, eða rúmlega 8,7 milljörðum króna og dróst saman um 31%.
Skerðingum fyrir norðan og austan frestað
Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta skerðingum á raforku til stórnotenda á norður- og austurhluta landsins til áramóta hið minnsta.
Ástæðan er batnandi staða miðlunarlóna eftir hlýindin og úrkomuna undanfarið, sem leitt hefur til þess að niðurdráttur hefur stöðvast tímabundið í öllum lónum.
Allt um orkuskiptin á einum stað
Ný útgáfa af vefnum orkuskipti.is var kynnt á fjölmennum fundi í Kaldalóni í Hörpu þann 14. nóvember.
Vefurinn er unninn í samstarfi Landsvirkjunar, Samtaka iðnaðarins, Samorku, EFLU og Grænvangs.
Öll leyfi fyrir Hvammsvirkjun í höfn!
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Áður hafði sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir sitt leyti. Þar með liggja öll leyfi fyrir til að hefja virkjunarframkvæmdir. Nú er áætlað að Hvammsvirkjun taki til starfa árið 2029.
Raforkuöryggi
Við þurfum meiri græna orku til að sinna orkuskiptum og almennum vexti í samfélaginu.
Mikil eftirspurn er eftir raforku og við verðum að gæta þess að heimili og almenn fyrirtæki fái þá orku sem þau þurfa.
Þau eiga ekki að þurfa að keppa við stórfyrirtæki landsins um orkuna. Aukin orkuvinnsla skilar ekki raforku fyrr en 2026 og 2028.
Ábyrg nýting auðlinda
Við höfum sett okkur metnaðarfulla loftslags- og umhverfisstefnu.
Við berum virðingu fyrir náttúru landsins og leggjum ríka áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum. Við stefnum að kolefnishlutleysi 2025 en þá verður binding kolefnis í starfsemi okkar að minnsta kosti jafn mikil og losun þess.
Tíminn fyrir aðgerðir er núna. Við ætlum að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Öflugur og eftirsóknarverður vinnustaður
Starfsfólkið okkar gegnir lykilhlutverki í vegferð Landsvirkjunar í orku- og loftslagsmálum.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda. Við viljum að orkufyrirtæki þjóðarinnar sé framsýnn vinnustaður sem stuðlar að fjölbreytileika og mætir þörfum starfsfólks um sveigjanleika.
Grænvarpið
Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins.
Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.