Öll leyfi fyrir Hvammsvirkjun í höfn!
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Áður hafði sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir sitt leyti. Þar með liggja öll leyfi fyrir til að hefja virkjunarframkvæmdir. Nú er áætlað að Hvammsvirkjun taki til starfa árið 2029.
Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund
Framkvæmdir eru hafnar við fyrsta vindorkuver landsins. Búrfellslundur eða Vaðölduver verður á 17 ferkílómetra svæði í kringum Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Fulltrúar sveitarfélagsins, Borgarverks, verkfræðistofunnar COWI og Landsvirkjunar fögnuðu þessum áfanga í gær.
Auknar skerðingar í erfiðu árferði
Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember.
Kæru vísað frá og stöðvunarkröfu hafnað
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjunarleyfi Búrfellslundar. Auk þess hafnaði nefndin kröfu Náttúrugriða um stöðvun framkvæmda við Búrfellslund.
Raforkuöryggi
Við þurfum meiri græna orku til að sinna orkuskiptum og almennum vexti í samfélaginu.
Mikil eftirspurn er eftir raforku og við verðum að gæta þess að heimili og almenn fyrirtæki fái þá orku sem þau þurfa.
Þau eiga ekki að þurfa að keppa við stórfyrirtæki landsins um orkuna. Aukin orkuvinnsla skilar ekki raforku fyrr en 2026 og 2028.
Ábyrg nýting auðlinda
Við höfum sett okkur metnaðarfulla loftslags- og umhverfisstefnu.
Við berum virðingu fyrir náttúru landsins og leggjum ríka áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum. Við stefnum að kolefnishlutleysi 2025 en þá verður binding kolefnis í starfsemi okkar að minnsta kosti jafn mikil og losun þess.
Tíminn fyrir aðgerðir er núna. Við ætlum að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Öflugur og eftirsóknarverður vinnustaður
Starfsfólkið okkar gegnir lykilhlutverki í vegferð Landsvirkjunar í orku- og loftslagsmálum.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda. Við viljum að orkufyrirtæki þjóðarinnar sé framsýnn vinnustaður sem stuðlar að fjölbreytileika og mætir þörfum starfsfólks um sveigjanleika.
Grænvarpið
Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins.
Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.