Orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar
Framtíðarsýn okkar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku.
Hlutverk okkar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi.

Mannauður
Öflugur og eftirsóknarverður vinnustaður
Starfsfólkið okkar gegnir lykilhlutverki í vegferð Landsvirkjunar í orku- og loftslagsmálum.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda. Við viljum að orkufyrirtæki þjóðarinnar sé framsýnn vinnustaður sem stuðlar að fjölbreytileika og mætir þörfum starfsfólks um sveigjanleika.


Grænvarpið
Í Grænvarpinu, hlaðvarpi Landsvirkjunar, eru teknir tali góðir gestir úr röðum starfsfólks eða aðila sem tengjast starfsemi fyrirtækisins á einn eða annan hátt.
