Koldís gegn losun koldíoxíðs
Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Þetta verkefni hefur hlotið heitið Koldís. Búist er við að framkvæmdir geti hafist árið 2023 og að Koldís verði komin í fullan rekstur árið 2025.

Áherslur í orkusölu
Eftirspurn eftir raforku á Íslandi er meiri en framboðið. Græna orkan okkar verður sífellt verðmætari og eftirspurn eftir henni mun aukast enn meira. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar með grein um áherslur næstu ára í orkusölu.

Aðalfundur staðfestir 15 milljarða arð
Aðalfundur Landsvirkjunar sem haldinn var 29. apríl 2022 staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og samstæðureikning fyrir árið 2021. Á fundinum var jafnframt samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 15 milljarðar króna fyrir árið 2021.

Sjálfbær nýting og arðsemi að leiðarljósi
Við verðum kolefnishlutlaus 2025 en þá verður binding kolefnis að minnsta kosti jafn mikil og losun þess.

Byggjum upp fjölbreyttan vinnustað
Við leggjum ríka áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður enda mannauður lykillinn að árangri og velgengni. Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur framsækni, ráðdeild og traust að leiðarljósi í allri sinni vinnu.


Grænvarpið
Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins. Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.
