Tvö samstarfsverkefni hljóta styrk
Orkídea og Eimur, tvö af samstarfsverkefnum Landsvirkjunar, hlutu nýlega styrk frá Evrópusambandinu til spennandi verkefna sem unnin eru með öflugum samstarfsaðilum.

Ærin verkefni í orkumálum
"Landsvirkjun hefur lengi varað við því ástandi sem nú er uppi, þegar raforkukerfið er fullselt og ekki er fyrirsjáanlegt að hægt verði að mæta eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti." Grein eftir Hörð Arnarson, forstjóra, um orkuskipti og langtímasýn.

Kolefnisspor dregst saman um helming
Hálfsársuppgjör loftslagsbókhalds Landsvirkjunar fyrir árið 2023 hefur verið birt. Þar kemur m.a. fram að losun að frádreginni kolefnisbindingu minnkaði um 54% á milli ára.

Atlantsorka bætist í hóp viðskiptavina
Atlantsorka, nýtt fyrirtæki á raforkusölumarkaði, skrifaði nýverið undir samning við Landsvirkjun og bætist því í hóp heildsölufyrirtækja í viðskiptum við okkur. Slík heildsölufyrirtæki eru nú orðin níu talsins.

Góð afkoma í fullnýttu raforkukerfi
Sex mánaða uppgjör Landsvirkjunar, fyrir janúar til júní 2023, hefur verið birt. Hagnaður af grunnrekstri jókst um 27% frá sama tímabili ársins 2022, sem þó var metár í sögu fyrirtækisins. Rekstrartekjur jukust um 12,5% frá fyrri helmingi ársins 2022.

Sjálfbær nýting og arðsemi að leiðarljósi
Við verðum kolefnishlutlaus 2025 en þá verður binding kolefnis að minnsta kosti jafn mikil og losun þess.
Til að ná markmiðum okkar höfum við gert loftslagsáætlun sem byggir á ítarlegri kortlagningu á kolefnisspori fyrirtækisins.
Loftslagsáætlunin okkar nær til ársins 2030.

Öflugur og eftirsóknarverður vinnustaður
Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð Landsvirkjunar í orku- og loftslagsmálum.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda. Við viljum að Landsvirkjun sé framsýnn vinnustaður sem stuðlar að fjölbreytileika og mætir þörfum fólks um sveigjanleika.


Grænvarpið
Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins. Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.
