Til hamingju með endurnýjaða skíðalyftu, Mývetningar!
Hópur sjálfboðaliða hefur lagt nótt við dag við endurnýjun skíðalyftunnar við Kröflu og bíður nú aðeins leyfis sóttvarnaryfirvalda að taka hana í notkun. Styrkur úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar létti þeim róðurinn.